149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[20:45]
Horfa

dómsmálaráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S):

Frú forseti Ég veit að hv. þm. Helga Vala Helgadóttir hefur sent fyrirspurn inn í ráðuneytið hvað varðar kostnað vegna landsréttarmálsins, en málinu er auðvitað ekki lokið þannig að það liggur ekki fyrir strax hver hann verður. Varðandi síðari spurninguna þá get ég því miður ekki upplýst þingmann hvar skýrslan er stödd, en ég veit þó að hún er ekki tilbúin, af því að hún er ekki í bakkanum mínum á skrifborðinu.