149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[21:07]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Herra forseti. Ég vek nú ekki síst máls á þessu til að leggja áherslu á að hér er kannski fyrst og fremst um umhverfismál að ræða.

Annað mál. Á árunum 2017–2019 lækkuðu framlög til varna vegna náttúruvár. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort það sé ekki ástæða til að auka fjármuni á næstu árum á þessu sviði í ljósi þess að loftslagsbreytingar hafa aukið hættuna á tjóni af þessu tagi, enda er náttúruvá og uppbygging varnarmannvirkja og vöktun vegna ofanflóða sérstaklega nefnd í kafla um helstu áskoranir í málaflokknum. Þar er talað um nauðsyn þess að efla vöktunarkerfi vegna náttúruvár. Er ekki full ástæða til þess að fjármagn fylgi?