149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[21:21]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Þarna kemur hæstv. ráðherra einmitt inn á næsta skref í spurningunum. Það varðar einmitt aðgerðaáætlun, kostnaðarmatið og ávinninginn. Hér kom hæstv. ráðherra inn með nokkrar tölur, sem ég býst við að sjá þá í næstu útgáfu af aðgerðaáætluninni, um ávinninginn af orkuskiptum í samgönguflotanum. Spurningin varðar það hvenær við fáum að sjá þetta því að kostnaðarmatið og ávinningurinn skiptir máli fyrir afgreiðslu fjármálaáætlunar.

Og til að nýta tímann aðeins í lokin eru tölurnar 131, 158 og 105 meðalorðafjöldi hæstv. ráðherra í ræðum hérna á þingi. 158 er þá hraðasta ræðan og 105 er hægasta ræðan.