149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[21:34]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. umhverfisráðherra fyrir svörin. Það er annað sem mig langar að minnast á sem tengist með óbeinum hætti landbúnaði og umræðu um heilnæmi íslensks landbúnaðar og það eru frárennslismál. Við höfum áhyggjur, og sjálfsagt að mörgu leyti með réttu, af sjúkdómum sem geta herjað á búfé og svo sem mannfólkið líka. Það er klárt mál að ólestur í frárennslismálum getur skipt mjög miklu máli í því samhengi. Mig langar að spyrja ráðherrann um næstu skref sem hann sér fyrir sér í tengslum við að loka þeim málum (Forseti hringir.) til að við getum passað upp á heilsu dýra og manna.