149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[21:43]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson):

Hæstv. forseti. Þetta sem hv. þingmaður nefnir er auðvitað mjög alvarlegt og það er leiðinlegt að sjá þetta. Ég hef lesið sömuleiðis í blöðunum að viðeigandi stofnanir ætli sér að reyna að taka á þessum málum. Almennt hvað varðar spurningu hv. þingmanns þá er kannski besta og skilvirkasta leiðin til að sinna eftirliti á verðmætum menningarminja- og náttúruminjasvæðum okkar að þau séu friðlýst. Með friðlýsingunni kemur landvarsla og þá aukið fjármagn. Það hefur sýnt sig að þar sem hún hefur verið aukin er auðveldara að halda utan um umgengni og stýra umferðinni. Þannig að ég mæli eindregið með friðlýsingu.