149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[22:59]
Horfa

Ásgerður K. Gylfadóttir (F):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Þó ég sé ekki alveg með á nótunum, hvað hann er að meina, því að mér finnst koma hér fram að það eigi að fara að gera þetta öðruvísi, þess vegna spyr ég hvort það standi til.

En að öðru. Í textanum kemur fram að íslensk stjórnvöld ábyrgist rekstur íslenska loftvarnakerfisins og eftirlitskerfi með hafsvæðum og búnaði og mannvirkjum og öðru slíku sem kom fram í inngangi hæstv. ráðherra. Þar stendur að uppsöfnuð viðhaldsþörf sé dragbítur á getu íslenskra stjórnvalda til að standa við skuldbindingar sínar í öryggis- og varnarsamstarfi.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Hversu miklum fjármunum erum við að gera ráð fyrir til að takast á við þennan uppsafnaða vanda? Hann kom inn á að verið væri að meta þörfina. En erum við líka að gera áætlun um hvernig við tökumst á við vandann, til að leysa hann?