149. löggjafarþing — 85. fundur,  27. mars 2019.

fjármálaáætlun 2020--2024.

750. mál
[23:44]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Vegna hjónaskilnaðarins aðeins fyrir sunnan okkur gerum við engin tilboð hvað það varðar. Það liggur hins vegar fyrir að frá fyrsta degi höfum við lagt á það áherslu — og um það er full samstaða innan ríkisstjórnarinnar — að við erum tilbúin til að hjálpa til við að leysa málin, en ekki bæta í vandamálin.

Það er mín skoðun að ef Bretar færu þess á leit við okkur að fara inn í EFTA eða skoða EES-samstarfið og um það væri samstaða myndum við ekki leggja stein í götu þeirra, enda höfum við enga hagsmuni af því. Við höfum lagt á það áherslu að við viljum ekki sjá neinar viðskiptahindranir. Það væru slæmar fréttir ef það væru viðskiptahindranir í álfunni eftir að Bretar ganga út. Við höfum nálgast þetta á þann hátt. (Forseti hringir.) Bretar eru ekki að fara neitt og mjög mikilvægt að það verði áfram góð samskipti, ekki bara á milli Íslands og Bretlands heldur líka Bretlands og annarra Evrópuríkja.