149. löggjafarþing — 87. fundur,  1. apr. 2019.

skógar og skógrækt.

231. mál
[16:15]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég er ósammála því. Ég held að það væri mjög auðvelt að setja bara smáklausu þarna inn í um að það beri að taka tillit til þess að brunahólf og annað sé í lagi. Ég held að það sé eina leiðin til þess að það verði pottþétt gert eitthvað. Hitt er óljóst. Þá er eins og það sé undir hverju og einu sveitarfélagi komið hvernig það hagar sínum málum. Ég held að það sé ekki gott. Ég held að við ættum bara að taka þetta alla leið og setja þetta inn í frumvarpið og sjá til þess að þessi mál séu alveg á hreinu.