149. löggjafarþing — 87. fundur,  1. apr. 2019.

loftslagsmál.

758. mál
[17:44]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Örstutt: Við lok ræðunnar var minnst á störf nefndarinnar sem ég sit í, umhverfis- og samgöngunefndar. Frumvarpið er að koma fram 1. apríl og ekkert rosalega mikill tími eftir af nefndarstörfum. Nefndin er með ansi mörg önnur stór mál í vinnslu og nokkur önnur voru að bætast við. Ég velti fyrir mér hvort við getum í raun unnið þetta mál vel og ítarlega. Eins og hv. þingmaður þekkir vilja málin oft renna hratt í gegn í störfunum við þinglok. Gestir eru teknir inn í röðum og við fengum alla gestina, drifum okkur í að skrifa nefndarálit og hentum því síðan aftur inn í þingsal, meira að segja páskafrí og „alle grejer“ inni á milli. Ég vil alveg endilega vinna þetta vel. Ég vil að frumvarpið fái góðan framgang og hafði þess vegna mjög mikinn áhuga á síðustu orðum hv. þingmanns.