149. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[15:36]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég verð að biðja hæstv. ráðherra um að svara spurningunni. Hann svaraði henni ekki. Ég ætla að biðja hann að svara spurningunni í næsta andsvari.

Hver kemur til með að bera skaðabótaskyldu gagnvart bændum ef það gerist — sem getur gerst — að hingað berist til landsins búfjársjúkdómasmit, búfjársjúkdómar sem hafa aldrei komið til landsins?

Það hlýtur að hafa alvarlegar afleiðingar og það verður einhver að svara fyrir það. Ég ætla að biðja hæstv. ráðherra að svara: Kemur ríkissjóður til með að bera skaðabótaábyrgð gagnvart bændum ef þetta gerist? Það væri gott að fá það fram.

Síðan vil ég koma aðeins inn á það sem ráðherra hefur nefnt, að það verði sömu kröfur gagnvart innflutningi. Þá langar mig að spyrja hann varðandi innflutning á eggjum. Innflutningur á stofneggjum er þeirri kröfu undirorpinn að það þarf að vera einangrun í 26 daga. Hvernig horfir þetta (Forseti hringir.) við eggjaframleiðendum, kjúklingaframleiðendum, við breytingu á lögum hvað þetta varðar?