149. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[17:48]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þær spurningar og þær athugasemdir sem hv. þm. Birgir Þórarinsson kemur inn á reifaði ég í ræðu minni áðan. Ég er alveg jafnskeptísk á þetta frumvarp en ég veit að viðræður hafa farið fram, jafnvel eftir að þessi frumvarpsdrög komu fram. Ég veit að hæstv. ráðherra Kristján Þór Júlíusson fór út á fimmtudaginn til viðræðna við ESB í þessu sambandi. Mér finnst það virðingarvert að þetta samtal eigi sér stað og það á eftir að eiga sér stað á fleiri flötum.

Ef við förum í þessar aðgerðir allar held ég að allt sé til þess vinnandi að við komum þeim á fót, sérstaklega áður en frumvarpið tekur gildi. Mér finnst það skipta máli. Ég reifaði málið og þetta samtal á eftir að eiga sér stað og mun eiga sér stað um langa framtíð.