149. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[18:32]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að við höfum beitt okkur eins og hægt var að gera. Auðvitað getum við rökrætt og deilt um það hvort nægilega vel sé gert en ég er ekki alveg sammála því að þetta sé svona ægilega stórt mál. Við fluttum inn kjöt áður, það var bara fryst, sem hefur engin áhrif á sýklalyfjaónæmið og bjargar okkur ekki einu sinni almennilega frá kampýlóbakter, sem við getum eiginlega ráðið við sjálf með því að elda matinn. Ég er eins og hæstv. ráðherra, ég vil borða matinn eldaðan. Ég hef ekki svona miklar áhyggjur af þessu. Ég held að þetta sé ekki risamál. Þetta virkar á mig eins og létt þjóðhyggja hjá hv. þingmanni. Ekki að ég hafi neitt á móti henni, alls ekki, en menn ættu ekki að vera fastir í gömlu fari. Nú þurfum við bara aðeins að horfa fram (Forseti hringir.) í tímann og vera djörf, en samt tryggja (Forseti hringir.) örugga framleiðslu.