149. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[20:38]
Horfa

Þorsteinn Víglundsson (V) (andsvar):

Frú forseti. Ég nálgast ekki matvælaöryggi af neinni léttúð í þessari umræðu. Ég bara treysti sérfræðingum ráðuneytisins sem segja að okkur stafi ekki ógn af þessu máli. Og ég treysti því og þykist vita nokkuð vel að hæstv. ráðherra væri ekki að flytja þetta mál hér í þessum sal ef hann teldi að þjóðinni stæði ógn af þeim innflutningi sem fyrir höndum er. Ég er bara nokkuð viss um það að hann væri ekki hér staddur með þetta mál fyrir þinginu ef hann raunverulega teldi að svo væri.

Ég treysti, líkt og hæstv. ráðherra, ráðleggingum sérfræðinga ráðuneytisins. Og ég tel að þær ráðstafanir sem hér eru boðaðar um hert eftirlit og að við beitum þeim úrræðum sem við höfum, dugi til.