149. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2019.

dýrasjúkdómar o.fl.

766. mál
[20:43]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Hann nefndi í ræðu sinni að væntanlega Miðflokksmenn og fleiri séu að vega að grunnstoðum Evrópusamstarfsins og frjálsum viðskiptum. Ég vil þá spyrja hv. þingmann: Hvernig fær hann það til að ganga upp þegar innan Evrópusambandsins hafa ríki sem eru í Evrópusambandinu heimild samkvæmt 114. gr. Lissabon-sáttmálans, sem er sáttmáli Evrópuríkjanna um hvernig þau ætla að haga samskiptum sínum, til þess að setja ákveðnar reglur, sérreglur, án þess að það komi þó í veg fyrir samræmingarregluna sem er í 114. gr. Hvernig getur sá málflutningur sem við Miðflokksmenn höfum viðhaft vegið að þessum grunnstoðum Evrópusamstarfsins (Forseti hringir.) þegar þetta er heimilt innan Evrópusambandsins sjálfs en það er hins vegar ekki heimilt innan EES-samningsins? (Forseti hringir.) Það er kannski kjarni málsins og sá málflutningur (Forseti hringir.) sem við hefðum átt að viðhafa hér til að sýna sérstaklega fram á sérstöðu okkar.