149. löggjafarþing — 88. fundur,  2. apr. 2019.

fiskveiðar utan lögsögu Íslands.

776. mál
[21:43]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (andsvar):

Herra forseti. Ég er með nokkrar spurningar til hæstv. ráðherra. Í fyrsta lagi: Hvaða aðrir valkostir voru skoðaðir við gerð þessa frumvarps, þá helstir? Hvaða aðrar leiðir voru skoðaðar til að fara makrílleið? Var einhvern tímann hugsað um að stokka kerfið upp að nýju? Hvaða valkostir voru skoðaðir í því?

Mig langar líka að spyrja hæstv. ráðherra hver staða smábáta er í tengslum við makrílinn. Hver verður hún að mati hans? Það væri gott ef hæstv. ráðherra myndi í samræmi við þetta frumvarp lýsa því hver staða smábáta og þeirra sem hafa veitt makríl á minni bátum á umliðnum árum verður.

Í þriðja lagi langar mig að spyrja hæstv. ráðherra hvaða sjónarmið Vinstrihreyfingin – grænt framboð kom með við gerð frumvarpsins. Settu Vinstri græn t.d. fram kröfu um tímabundna samninga? Hvaða sjónarmið og kröfur komu Vinstri græn fram með sem hægt er að finna í sjálfu málinu? Eða voru kannski engin sjónarmið sett fram af hálfu flokksins?

Ég held að það yrði strax hjálplegt ef ég gæti fengið svör við þessum þremur spurningum.