149. löggjafarþing — 89. fundur,  8. apr. 2019.

fyrirvari við þriðja orkupakkann.

[15:27]
Horfa

Inga Sæland (Flf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir svarið. Já, þetta er nú svolítið athyglisvert en við erum þá alla vega komin með það á hreint að þetta var óformlegt samtal sem felur í rauninni ekki í sér neinn fyrirvara, faktískt. Það er í rauninni enginn fyrirvari sem við höfum í hendi. Ekki neinn.

Þá verðum við að nálgast málin pínulítið öðruvísi og ég þakka hæstv. ráðherra fyrir það að við eigum eftir að taka samtalið, vonandi í þágu allra.

Hvað lýtur að Norðmönnum sem hann segir að séu með einhver læti hérna hjá okkur: Norðmenn eru almennt mjög ósáttir við það hvað orkuverðið hefur hækkað hjá þeim. Það veit ég að íslenskir neytendur yrðu líka.