149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:58]
Horfa

Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Það væri mjög ánægjulegt ef við fengjum alltaf svona skýr svör í ræðustól. Ég þakka kærlega fyrir þau.

Mig langar í síðara andsvari að spyrja út í greinargerð Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst og Stefáns Más Stefánssonar þar sem þeir telja tvær leiðir mögulegar. Önnur þeirra felst í að við förum fram á undanþágur frá reglugerðum 713 og 714 í heild. Hin felst í því að við innleiða orkupakkann með fyrirvara um 9. gr. reglugerðar 713. Með fullri virðingu þá átta ég mig ekki alveg á túlkun þeirra á afleiðingunum, enda er það meginformskilyrði fyrir beitingu þeirrar greinar að það séu komnar upp deilur. Þeir geta ekki tekið upp hjá sjálfum sér að taka ákvarðanir.

Ég geri ráð fyrir að hæstv. ráðherra hafi nýtt þann tíma sem var tekinn til að fara vel yfir málið og skoða m.a. leiðirnar sem þeir nefna. Má ég spyrja af hverju þær eru ekki farnar?