149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:10]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður er búinn að spyrja mig tvisvar að þessu í dag. Ég las nákvæmlega yfirlýsingu Stefáns Más Stefánssonar (ÓÍ: Er það í gögnum málsins?)prófessors hvað varðar … (Forseti hringir.)

Virðulegi forseti. Ef hv. þingmaður kynnir sér ekki gögn málsins er það ekki hlutverk þess sem hér stendur að lesa sig í gegnum það fyrir hv. þingmann. (ÓÍ: Er búið að afnema …?)Ég held að það segi allt (Forseti hringir.) um þetta mál …

(Forseti (BN): Ég bið hv. þingmann um að leyfa ráðherranum að svara.)

Það segir allt um þetta mál að hv. þingmaður gerir allt hvað hann getur til að koma í veg fyrir að sá sem hér stendur tali. (ÓÍ: Alls ekki.)Áfram heldur hann. Og sá maður sem hefur haft stærstu orðin um þetta mál, af því hann hefur svo miklar áhyggjur af því, það er svo stórkostlegt og svakalegt, er ekki í salnum. Hann er í Katar.

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður verður fyrst að lesa gögnin og koma síðan og ræða málið. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)