149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[17:35]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég rakti mjög ítarlega, eins og fært er í stuttu svari, hvað það er sem þeir leggja til grundvallar í því laga- og reglugerðarverki sem fyrir liggur. (ÓBK: Þú ert ósammála sumu.) Ég spyr mig, eins og kannski fleiri: Höfundar álitsgerðar lýsa leið í málinu, eftir að vera búnir að lýsa alvarlegum vafa um að málið standist stjórnarskrá, með vísan til ákvæða EES-samningsins sjálfs. En svo gerist eitthvað. Það urðu einhver samskipti á milli ráðuneytisins, eins og það heitir, og höfunda og þeir dragast inn á það, harla óglaðir að því er séð verður, að lýsa hinni leiðinni. [Kliður í þingsal.] (Gripið fram í: Nei, nei.)