149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:48]
Horfa

Una María Óskarsdóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já. Hv. þingmaður minnist á „fullnægjandi lausn“ Stefáns Más, hvaða skoðun ég hafi á henni. Ég spyr mig einmitt: Hvernig gerðist þetta allt saman? Það kom fram álitsgerð frá þessum tveimur lögmönnum og eftir það varð til ákveðin þingsályktunatillaga. Ég tel að þetta sé ekki alveg rétt sem þú ert að segja. Í álitsgerð þeirra draga þeir mjög í efa ... (ÓBK: Þetta er tillaga þeirra.)Ef ég má halda áfram. Í álitsgerð Stefáns og Friðriks draga þeir mjög í efa að þetta sé leið sem hægt er að fara. Þeir draga í efa að þessar tvær gerðir séu þess bærar að það eigi að innleiða þær.