149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:51]
Horfa

Una María Óskarsdóttir (M) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni þessar spurningar. Fyrir það fyrsta er auðvelt að svara þessu með EES-gerðirnar. Þetta er búið að vera svona frá upphafi, næstum því. Allt of fáir íslenskir starfsmenn hafa verið til að vinna að innleiðingu þessara gerða, til að mynda erlendis. Og við vitum alveg að það er margt sem farið hefur fram hjá okkur. Það er bara staðreynd.

Ég ætla að svara spurningunni með opna innri markaði. Að sjálfsögðu eigum við að vera í samskiptum við önnur lönd varðandi markaði og annað, en við eigum að gera það á okkar forsendum. Og ástæðan fyrir því að ég var með þessa ræðu áðan var að ég hef þær áhyggjur að með innleiðingu þessara tveggja gerða fari í gang undirbúningur fyrir það ef sæstrengur verður lagður, þ.e. undirbúningur hjá ákveðinni stofnun sem er á forræði Evrópusambandsins.