149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[18:59]
Horfa

Una María Óskarsdóttir (M) (andsvar):

Frú forseti og hv. þingmaður. Ég þakka þessa spurningu og vil bara segja að það er ekki verið að misskilja neitt. En ef svo er spyr ég: Ef þetta varðaði eitthvað allt annað eins og hv. þingmaður segir, þurfum við þá ekki að fá úr því skorið hvað það er, hvað þetta þýðir? Ég held að það hljóti að vera þannig. Ef það sem ég set fram er misskilið af minni hálfu, sem ég tel ekki vera, þá þýðir náttúrlega ekki að segja að það varði eitthvað allt annað. Við verðum að vita hvað það er. Það er ósköp einfalt.