149. löggjafarþing — 90. fundur,  8. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:01]
Horfa

Una María Óskarsdóttir (M) (andsvar):

Frú forseti. Já, ég er einmitt algjörlega þeirrar skoðunar, til þess stendur maður hér, til að tjá skoðun sína á hinu háa Alþingi og skoða málið heildstætt. Það þarf líka að taka tillit til þeirra skoðana, gagnrýni, sem fram koma og ekki tala um lýðskrum eða nota önnur orð eins og hræðsluáróður. Vissulega er slíkt oft notað, en ég stend hér vegna þess að mér finnst staða málsins sú að það þurfi að skoða það og vil algjörlega taka undir að svo verði gert.