149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[16:38]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Allt á að byggjast upp á staðreyndum og rökum og hinum eina stóra sannleika og við öll hin sem viljum fá eitthvað meira að vita erum lýðskrumarar eða þaðan af verra. Við erum líka popúlistar (Gripið fram í.) og jafnvel þeir sem eru ekki einu sinni á þingi, sem ég veit nú ekki alveg út af hverju ættu að poppa þetta svona rosalega mikið upp.

Þá langar mig að benda á að við getum kannski talað um ESA, sem hefur neitunarvald gagnvart ACER, eins og hv. þingmaður kom inn á, sem líkja má við 26. gr. stjórnarskrárinnar þar sem forsetinn okkar hefur ákveðið neitunarvald. Það er nákvæmlega á þeim forsendum sem ESA mun beita þessu neitunarvaldi ef þurfa þykir. En staðreyndin er sú að hingað til er ESA nánast eins og við gagnvart EES-gerðum — einhver sagði að ekki væri rétt að kalla það stimpilpúða — en þeir eru eiginlega í því að stimpla það sem kemur frá ACER. Það er ekki flóknara en það, svo það sé sagt.