149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[19:57]
Horfa

Halla Signý Kristjánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Getum við ekki tekið það aðeins út fyrir sviga sem varðar verðlagningu á raforku hér á landi og fjallað t.d. um íslensk raforkulög? Er ekki að finna eitthvert svar þar við hugleiðingum hv. þingmanns?

Getum við ekki farið yfir þau lög og skoðað í því samhengi? Ég held að við þurfum að skoða hvort við getum gert lagfæringar á okkar eigin markaði, á okkar eigin lögum. Það er enginn sem gerir það fyrir okkur nema við.

Heldur hv. þingmaður að við myndum ná einhverjum málefnalegum grundvelli í umræðu um íslensk raforkulög, hvort við gætum bætt þau til þess að verja hagsmuni íslenskra neytenda?