149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[20:22]
Horfa

Una María Óskarsdóttir (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég vil bara segja þegar ég nefndi hér lýðskrum og þvælu, hv. þm. Páll Magnússon, þá átti ég ekki við þig og gleymdi kannski að skýra það nánar. En umræðan í dag er náttúrlega búin að vera svoleiðis, að það sé eitthvað óeðlilegt að Miðflokksmenn standi hér og tjái skoðanir sínar. Þær eiga ekki að vera verri en skoðanir annarra. En ég held líka, af því að þú ert að tala um, hv. þingmaður, skoðanir þjóðarinnar, skoðanir fræðimanna og hverjir ganga lengst, verðum við líka að hlusta á þjóðina. 80% þjóðarinnar núna telja að það sé vafamál að samþykkja þetta framsal á valdi, sem þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir. Ég hef miklar áhyggjur af því að svo verði. (Forseti hringir.) Þess vegna vil ég að við vöndum okkur og hlustum á sjónarmið allra, líka sjónarmið Miðflokksins.