149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 93/2017, um breytingu á IV. viðauka (Orka) við EES-samninginn.

777. mál
[20:37]
Horfa

Páll Magnússon (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég held eftir á að hyggja, þegar við horfum á sögu málsins um hráa kjötið eða frysta kjötið, þá höfum við búið til, af þeim ástæðum sem hv. þingmaður lýsti, svona einhverja séríslenska útgáfu með því að búa til þetta hugtak og beita því þessari frystiskyldu, sem við kölluðum þetta, og það fór þannig fyrir þeirri íslensku útgáfu eins og þekkt er.

Ég held að þessi lagalegi umbúnaður um þingmálið sem liggur fyrir og við erum að taka afstöðu til sé einfaldlega með þeim hætti að hann, a.m.k. sannfærir hann mig um það, sé eins góður og best verður á kosið. Það kann að vera að í meðförum nefndar komi upp einhver sjónarmið um einstök atriði (Forseti hringir.) málsins eða einhverja núansa á því, en eins og það blasir við mér er þessi umbúnaður með þeim hætti (Forseti hringir.) að ég treysti því eins og það stendur.