149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[22:04]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Ef hv. þingmaður er að vísa til þess að börn sem muni sem fullorðið fólk í framtíðinni þurfa að greiða hærra raforkuverð þá er hann væntanlega vísað til þess að það gerist ef hingað verður lagður sæstrengur, sem við höfum fullt forræði yfir að ákveða sjálf. Ég ætla ekki að taka að mér að sverja eða taka bindandi ákvörðun fyrir komandi kynslóðir um hvort þær telji það góða hugmynd, af því ég ætla ekki að hafa vit fyrir fólki sem í dag eru börn og munu hafa allt aðrar skoðanir á seinni tímum en ég hef í dag.

Ef hv. þingmaður gefur sér að raforkuverð muni hækka við að innleiða þriðja orkupakkann þá er það alrangt. Það sem hefur gerst frá því að við tókum upp fyrsta og annan orkupakkann er að sá hluti sem er í samkeppni, salan sjálf, hefur lækkað. Dreifikostnaður og flutningskostnaður hafa hins vegar hækkað. Það er ekki út af orkupakkanum heldur er það einfaldlega út af fjárfestingarþörf sem við stöndum frammi fyrir. Menn verða því að klára það algerlega sem þeir (Forseti hringir.) halda fram, vegna þess að þessi orkupakki mun einn og sér ekki hækka raforkuverð á Íslandi.