149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[22:16]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er nánast lögmál að hækkanir af þessu tagi fara út í verðlagið. Ég held að það sé ekkert hægt að þræta fyrir það. En það sem hæstv. ráðherra svaraði ekki og ég hefði viljað fá nánari skýringar á er hvort eftirlitinu eins og það er í dag sé eitthvað ábótavant. Það hefur hvergi komið fram. Er það ekki áfellisdómur yfir þeim sem eru yfir þessari stofnun ef eftirlitið hefur verið svona slakt að nú þurfi Evrópusambandið að benda okkur á það að við höfum ekki staðið okkur í stykkinu í þessum efnum? Það er náttúrlega áhyggjuefni hvað varðar neytendavernd. Ég held að það sé nauðsynlegt að hæstv. ráðherra upplýsi okkur um það. Eru til einhverjar kvartanir yfir þessu eftirliti (Forseti hringir.) eða eitthvað í þá veru?