149. löggjafarþing — 91. fundur,  9. apr. 2019.

raforkulög og Orkustofnun.

782. mál
[22:17]
Horfa

ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra (Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir) (S) (andsvar):

Herra forseti. Eftirlitið í dag telur heila fjóra starfsmenn sem ég myndi ekki lýsa sem rosalegu bákni. Í kjölfar úttektar orkustofnunar Noregs á raforkueftirliti Orkustofnunar kom í ljós að ýmsir hlutir mættu betur fara. Það var ekki Evrópusambandið sem þurfti að benda okkur á það, heldur voru það í þessu tilfelli vinir okkar í Noregi. Þegar við leggjum til að bæta eftirlit hjá þeirri opinberu stofnun sem Orkustofnun er þá er það af því við teljum þörf á að bæta það eftirlit.