149. löggjafarþing — 92. fundur,  10. apr. 2019.

póstþjónusta.

739. mál
[18:43]
Horfa

Þorgrímur Sigmundsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka framsögumanni, hv. þm. Jóni Gunnarssyni, fyrir yfirferð hans á málinu. Nú er það svo að póstþjónusta er hluti af grunnþjónustu í öllum þróuðum ríkjum og mikilvægi hennar, einkum fyrir landsbyggðina og dreifðar byggðir þessa lands, sem er svo strjálbýlt sem okkar, er gríðarlegt. Þess vegna vil ég spyrja hv. þingmann hvort ég skil það ekki örugglega rétt að í fyrra lagi hafi þetta lagafrumvarp engin áhrif á alþjónustuskyldu Íslandspósts og í öðru lagi að það hafi heldur engin áhrif á þéttleika þeirrar þjónustu sem nú er í gangi á landsbyggðinni, sem yfirleitt er kölluð fjöldi dreifingardaga. Þetta eru spurningarnar sem ég hef.