149. löggjafarþing — 92. fundur,  10. apr. 2019.

póstþjónusta.

739. mál
[18:47]
Horfa

Þorgrímur Sigmundsson (M) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrir þessa sögukennslu um brúsapalla. Þeir eru til allrar guðs lukku flestir horfnir og kassar teknir við, en vissulega er hægt að stela úr kössum líka.

Ég þakka ítarleg og góð svör en í ljósi þess að hv. þingmaður svaraði eiginlega fleiru en ég spurði að, sem er ekki svo algengt hér, spyr ég hvort hann geti ekki verið sammála mér um mikilvægi þess að halda alþjónustuskyldu á, sveitanna vegna, og að ganga ekki frekar á dreifingardaga, finna frekar leiðir, t.d. í þéttbýlinu þar sem flestir eru í nánast göngufæri við næsta pósthús.