149. löggjafarþing — 92. fundur,  10. apr. 2019.

póstþjónusta.

739. mál
[18:57]
Horfa

Frsm. (Jón Gunnarsson) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ef ég man þá tölu rétt var áætlað tap plús/mínus 600 milljónir á ári, um 50 milljónir plús/mínus á mánuði að jafnaði. Hvert tapið var af Íslandspósti á síðasta ári man ég ekki. Ég geri ráð fyrir að hv. þingmaður geti flett því upp, að það liggi fyrir einhvers staðar. En þetta voru þær tölur sem komu fram af hálfu ráðuneytisins og póstsins í umfjöllun nefndarinnar.