149. löggjafarþing — 93. fundur,  10. apr. 2019.

stjórn fiskveiða.

724. mál
[19:43]
Horfa

Frsm. meiri hluta atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg):

Herra forseti. Ég vil af því tilefni að við erum að fara í 3. umr. og atkvæðagreiðslu geta þess að hv. þm. Inga Sæland styður heils hugar það mál sem hér liggur fyrir varðandi strandveiðarnar. Hún var ekki á fundi nefndarinnar þegar við tókum málið út og það misfórst að setja hennar nafn þar inn en hún hafði óskað eftir því. Ég óska eftir því að þess verði getið, þótt ekki sé nema á vef Alþingis, að Inga Sæland styður þetta mál, fyrrverandi varaformaður atvinnuveganefndar og nú áheyrnarfulltrúi. Þetta var erindi mitt hingað upp og ég treysti því að við sýnum samstöðu í þessu máli hér eftir sem hingað til.