149. löggjafarþing — 93. fundur,  10. apr. 2019.

landlæknir og lýðheilsa og réttindi sjúklinga.

757. mál
[19:57]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þessi greinargóðu svör. Þá langaði mig að spyrja um fyrirhugaða breytingu á 28. gr. í lögum um réttindi sjúklinga þar sem einnig er tekinn út þessi réttur til að beina kvörtun til landlæknis og í stað þess er hægt að senda inn ábendingar og athugasemdir til þeirrar stofnunar eða starfsstöðvar þar sem eitthvað kom upp á.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra: Hvernig er gert ráð fyrir því að umræddar stofnanir eða starfsstöðvar taki á slíkum ábendingum eða athugasemdum? Er einhvers konar verkferill til staðar fyrir starfsfólk slíkra stöðva um það hvað eigi að gera við kvartanirnar? Og hvernig eiga sjúklingarnir að bera þær athugasemdir fram og hver ber ábyrgð á því að fylgja þeim eftir með tilliti til réttinda sjúklinganna?