149. löggjafarþing — 96. fundur,  29. apr. 2019.

frysting fjármuna og skráning aðila á lista yfir þvingunaraðgerðir í tengslum við fjármögnun hryðjuverka og útbreiðslu gereyðingarvopna.

774. mál
[17:26]
Horfa

utanríkisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hafði nú pínu áhyggjur af hv. þingmanni því að ég hélt að hann væri að missa andann við að lesa þessa setningu.

En, ja, skýrt og ekki skýrt? Hugmyndin þarna er að reyna að ná yfir allt sem þarf að ná yfir. Ef menn geta skýrt þetta betur í umfjöllun hv. nefndar er það bara hið besta mál. En í þessu flókna umhverfi er, eins og hv. þingmaður vísaði til, verið að koma til móts við athugasemdir FATF. Þá skiptir máli að reyna að ganga þannig fram að fullnægjandi sé.

Ég skal alveg gangast við því, virðulegi forseti, að hv. þingmaður er að vísa til þess að texti sem þessi er alla vega ekki sá þjálasti. Ég held að við getum verið sammála um það, ég og hv. þingmaður. Allar athugasemdir hvað það varðar eru vel þegnar. Ég er sannfærður um að hv. nefnd fer vel yfir þetta mál sem hv. þingmaður vísaði hér til og ég er sammála honum um að er mikilvægt af ástæðum sem ég rakti hér alveg sérstaklega.

En ég held að við séum að fara með málið í þinglega meðferð af mörgum ástæðum. Ein ástæðan er sú að ef eitthvað er hægt að gera til að breyta og bæta er það bara sjálfsagt og eðlilegt.

En þetta er ekki þjálasta setning sem ég hef heyrt. Ég skal alveg gangast við því, virðulegi forseti.