149. löggjafarþing — 97. fundur,  30. apr. 2019.

utanríkis- og alþjóðamál.

863. mál
[17:47]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Þá langar mig í síðari spurningu minni að velta því upp hvort ráðherrann sjái einhvern meinbug á því, fyrst svo illa tókst til í fyrstu atrennu að skilaboðin skiluðu sér ekki alla leið, að taka af allan vafa þar um þannig að ekki sé verið að vinna skýrslur innan kerfis Evrópuráðsþingsins þar sem menn horfa til þess að Ísland sé með virka aðildarumsókn. Það væri áhugavert að heyra afstöðu ráðherrans til þess.