149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

ábyrgð á réttindum barna samkvæmt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og öðrum réttarheimildum.

861. mál
[11:12]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Ég vil bara að gera grein fyrir því hvað þetta er, þetta er sem sagt skýrslubeiðni um að tekin séu saman heildstætt öll réttindi sem börn hafa á Íslandi samkvæmt sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna, sem er lög á Íslandi, öðrum réttarheimildum og ákvörðun og svoleiðis, þannig að við fáum heildstæða mynd af því hver réttindi barna eru og hver er ábyrgur á hvaða stigi málsins til þess að tryggja að því réttlæti sé framfylgt. Ég kallaði eftir því fyrst þegar ég fór að skoða þetta mikið. Það er óljóst, maður er að reyna að spyrja ráðherra, ráðherrarnir vísa stundum hver á annan o.s.frv. Þarna fáum við algjörlega kýrskýrt hver ber ábyrgð á því að tryggja að réttindi barna séu uppfyllt. Þetta mun gagnast okkur á þinginu, þetta mun gagnast fólki í samfélaginu, bæði foreldrum og öðrum sem berjast fyrir hagsmunum barna.