149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

stefna um alþjóðlega þróunarsamvinnu Íslands 2019--2023.

345. mál
[13:37]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Mér þykir ástæða til að koma hér og undirstrika og margundirstrika að þó svo að við styðjum þessa ágætu áætlun, sem er skref fram á við, er ekki viðunandi að setja sér það markmið ár eftir ár að ná 0,7% af vergri landsframleiðslu í framlög til þróunarsamvinnu og ná aldrei því markmiði og reyna raunverulega ekki að ná því markmiði. Við myndum óska eftir því í þingflokki Pírata að þessu markmiði yrði náð með miklu meiri hraða og af meira raunsæi í framtíðinni.