149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

ófrjósemisaðgerðir.

435. mál
[16:40]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir andsvarið. Vil kannski spyrja áfram, þar sem ég er ekki í umræddri nefnd, hvort það hafi ekki komið alveg skýrt fram hjá þeim sem hafa starfað í þessari nefnd, innan Landspítala og hjá þeim fagaðilum sem að komu, að það hefur á síðustu árum síður en svo verið neins konar — hvað skal maður segja? — lausung í þessum málum? Að það hefur verið bæði mjög sjaldgæft og í algjörum undantekningartilvikum sem þessi leið hefur verið farin og þá jafnframt í þeim tilvikum þar sem einstaklingurinn sjálfur getur í rauninni ekki tjáð hug sinn gagnvart þessu. Hvernig var umræðan um það?