149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[16:56]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Halldóru Mogensen fyrir framsögu hennar hér. Samkvæmt frumvarpinu er ákvörðunin um þungunarrof eingöngu konunnar til loka 22. viku, þ.e. hún þarf ekki að fara í neina ráðgjöf eða leita sér ráðgjafar. Það er valkvætt. Ég velti því fyrir mér, og það væri gott að fá sjónarmið hv. þingmanns á því, hvort sú hætta sé ekki fyrir hendi að kona sem eingöngu vill eignast annað kynið geti misnotað lögin og farið í fóstureyðingu eða þungunarrof eingöngu af þeirri ástæðu. Sú staða mun koma upp þar sem kona biður um fóstureyðingu vegna kyns og það væri gott að fá álit hv. þingmanns á því.