149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[16:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halldóra Mogensen) (P) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrirspurnina en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að slíkt verði gert miðað við núverandi löggjöf. Þegar við erum að tala um að auka sjálfsákvörðunarrétt kvenna, að þetta sé val konunnar, þá eru skilaboðin sem við erum að gefa þau að við treystum konum til að taka þessa ákvörðun. Mikilvægasta breytingin núna er sú að í stað þess að það séu læknir og félagsráðgjafi eða tveir læknar sem taka ákvörðunina fyrir konuna þá er konan að taka þessa ákvörðun sjálf.

Að velta fyrir sér ástæðum þess að kona fari í þungunarrof, hvort það sé út af því að hún vill strák frekar en stelpu eða eitthvað annað, lýsir ofboðslega miklu vantrausti á konur.