149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:00]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halldóra Mogensen) (P) (andsvar):

Forseti. Ég held að svarið við þessu sé bara að það sé barn síns tíma að karlmenn hafi yfirráð yfir líkama kvenna. Við erum loksins komin á þann stað að allir hljóta að átta sig á því að það er konan sem þarf að taka þessa ákvörðun, enda ber hún barnið og veit best sjálf hvað er henni fyrir bestu. Ég get ekki séð að hægt sé að færa þessa ákvarðanatöku til karlmannsins. Ég velti því fyrir mér hvers vegna þingmaður telji að konur séu einhverra hluta vegna að taka ákvarðanir um að eignast börn út frá kyni. Af hverju erum við að tala um það?