149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:05]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halldóra Mogensen) (P) (andsvar):

Forseti. Ég tek einnig fram að þessar fjórar til fimm konur sem við fengum upplýsingar um sem eru í mjög erfiðum félagslegum aðstæðum og hafa þurft að fara utan í þungunarrof, eru bara þær sem við vitum af sem hafa haft ráð á því að gera það. Það getur vel verið að það séu mun fleiri sem hafa ekki efni á því. Mér skilst að það kosti mörg hundruð þúsund krónur að fara til Bretlands í þungunarrof. Það er kannski ágætt að hafa það í huga.

Varðandi tímann þá eru þetta þær upplýsingar sem við fengum frá landlækni, það þyrfti að fresta gildistökunni og við fengum þær upplýsingar að þetta væri nægur tími.