149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:07]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halldóra Mogensen) (P) (andsvar):

Forseti. Nei, það hefur — ja, nema þær konur sem ekki falla undir lögin núna og geta ekki fengið þungunarrof af því að þær búa við erfiðar félagslegar aðstæður. Þá hafa þær ekki völ á því að fara í þungunarrof hér heima og hafa farið til Bretlands til að fara í þungunarrof. Þannig að eftir 16. viku getur kona sem býr við erfiðar félagslegar aðstæður ekki farið í þungunarrof hér heima. Það eru ekki skráð tilfelli. Við vitum ekki hversu margar konur það eru, þannig að það er ekki alveg sanngjarnt að segja að það hafi engin kona fengið neitun. En þær konur geta ekki einu sinni sótt um það, það eru þær konur sem myndu hafa það val núna að fara í þungunarrof ef þær þyrftu á því að halda.