149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:08]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Er ekki svolítið langt seilst að tala um konur sem hafa þurft að leita til Bretlands til að fara í fóstureyðingu án þess í rauninni að þær hafi sótt um hér heima? Þú ert að segja að þú vitir ekki hvað þær séu margar. Það er ekkert til á skrá um það, ekki neitt. Hvers lags málflutningur er þetta, virðulegi forseti?

Ég segi: Mér er eiginlega of mikið niðri fyrir til þess að ég geti haldið áfram. En þú ert sem sagt að segja, hv. þingmaður, að eftir 16. viku hafi engu fóstri verið eytt á Íslandi vegna umsóknar á þessum árum, 2017 og 2018. Engu barni eytt.