149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:10]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég kem hingað upp vegna þess að tölfræðin segir okkur að fimmta hverju fóstri sé eytt. 20%. Af 4.000 meðgöngum er nær 1.000 fóstrum eytt á hverju ári. Við erum að tala um þrjú til fjögur á dag. Það er skelfileg tilhugsun.

Af þessum 1.000 eyddum fóstrum eru 30–40 tilfelli þar sem fóstri er eytt af læknisfræðilegum ástæðum. Hitt er hvað?

Ég segi fyrir mitt leyti að ég tel að við eigum að bera virðingu fyrir lífi. Í mínu tilfelli vildi ég ekki gera flugu mein.

En ég spyr: Er eðlilegt að víkka þetta út? Því að samkvæmt þessu er ekkert sem stoppar þetta, það er engum neitað. Hvers vegna í ósköpunum þurfum við þá að fara með þetta í 22 vikur?