149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:12]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka svarið. En jú, við erum víst að útvíkka þetta. Við erum að gera þetta auðveldara. Með þessari beinu ákvörðun konunnar er verið að gera þetta auðveldara.

Þessi óljósu tilfelli, þar sem farið hefur verið til útlanda, þessi tilfelli sem eru hvergi skráð og enginn veit um en eru í umræðunni. Ég spyr mig bara hvort við séum að tala þarna um kannski eitt eða tvö tilfelli. Og ég segi fyrir mitt leyti: Af hverju hefur í þessum tilfellum, einu eða tveimur á ári, ekki verið látið reyna á þetta?

Ég sé engan tilgang í því að útvíkka þessa heimild á þeim forsendum að e.t.v. hugsanlega séu eitt eða tvö tilfelli á ári þar sem einhver hefur ekki getað fengið framgengt viðkomandi fóstureyðingu.