149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:13]
Horfa

Frsm. meiri hluta velfn. (Halldóra Mogensen) (P) (andsvar):

Forseti. Ég velti fyrir mér: Á það að vera erfitt fyrir konur að sækja sér heilbrigðisþjónustu? Að fara í þungunarrof? Er það ásættanlegt? Þarf kona að ganga píslargöngu til að fá heilbrigðisþjónustu?

Er ekki eðlilegt að við gerum þetta ekki erfiðara en þetta er nú þegar?

Þessi hugmynd um að við séum að víkka þetta út. Ég get ekki séð annað en að hún snúist um að við treystum ekki konum til þess að taka þessa ákvörðun. (Gripið fram í.)Ef við erum að víkka þetta út er verið að segja að það muni aukast að konur fari í þungunarrof. Það er það sem hv. þingmaður er að segja.

Sú er bara alls ekki raunin. Og að halda þessu fram er í raun og veru bara dálítið ógeðfellt — afsakið forseti. Í Kanada eru með hverju árinu færri þungunarrof framkvæmd á spítölum, sem er vísbending um að framkvæmd er í auknum mæli með lyfjagjöf á klíníkum, sem þýðir að konur fara fyrr í þungunarrof.

Þar sem sjálfsákvörðunarréttur hefur í auknum mæli verið færður til konunnar er þungunarrofum að fækka, (Forseti hringir.) ekki að fjölga. Þetta er ekki aukast. Konur gera þetta ekki að gamni sínu.