149. löggjafarþing — 98. fundur,  2. maí 2019.

þungunarrof.

393. mál
[17:18]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Anna Kolbrún Árnadóttur gerði vel grein fyrir sjónarmiðum sínum sem lögð eru fram í áliti 1. minni hluta velferðarnefndar. Það er þó eitt atriði sem ég átta mig ekki alveg á. Mig langar að biðja þingmanninn um að útskýra aðeins betur fyrir mér hvað við er átt.

Í næstsíðustu efnisgreininni í álitinu segir að 1. minni hluti telji ekki fullnægjandi að konur fái fræðslu frá heilbrigðisstarfsfólki, þar á meðal félagsfræðingum, heldur skuli konur einnig eiga rétt á fræðslu frá óháðum aðilum eða sjálfstætt starfandi sérfræðingum. Mig langar biðja hv. þingmann að varpa ljósi á hvað hún á við með þessum orðum. Hvaða aðilar eru það sem hér er átt við?